Hoppa yfir valmynd
17. maí 2024 Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða samstarf Íslands og Þýskalands til umræðu á fundum ráðuneytisstjóra

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, ásamt Susanne Baumann, ráðuneytisstjóra í þýska utanríkisráðuneytinu. - mynd

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Martin Eyjólfsson, átti pólitískt samráð í vikunni með kollegum sínum í utanríkis-, varnarmála- og þróunarsamvinnuráðuneytum Þýskalands. Fundað var með ráðuneytisstjórum sem fara með mannréttindi og fríverslun, alþjóða- og öryggispólitík, varnarpólitík og alþjóðlega þróunarsamvinnu, auk þess sem fundað var með Evrópumálaráðherra Þýskalands. Umræður snerust að miklu leyti um stuðning ríkjanna við Úkraínu, ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og stöðu alþjóðamála í víðara samhengi, sem og mögulega samstarfsfleti Íslands og Þýskalands í Evrópu og víðar. 

Auk funda í ráðuneytum leiddi ráðuneytisstjóri viðburð á vegum hugveitunnar IISS um þróun öryggisumhverfisins á norðurslóðum og fundaði með formanni Öryggisráðstefnunnar í München um þátttöku íslenskra ráðamanna á viðburðum Öryggisráðstefnunnar.

  • Ráðuneytisstjóri átti tvíhliða fund með Önnu Lührmann, Evrópumálaráðherra Þýskalands. - mynd
  • Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, ásamt Nils Hilmer, ráðuneytisstjóra varnarmálaráðuneytis Þýskalands. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum