Hoppa yfir valmynd
3. maí 2024

Ráðherrafundur OECD haldinn í París

Pétur Skúlason Waldorff, Unnur Orradóttir Ramette og Sveinn K. Einarsson á ráðherrafundi OECD - mynd

Ráðherrafundur OECD (MCM) fer fram dagana 2.-3. maí undir formennsku Japans og varaformennsku Mexíkó og Hollands en þema fundarins í ár útnefnist á ensku: „Co-creating the flow of change: Leading Global Discussions with Objective and Reliable Approaches towards Sustainable and Inclusive Growth.“ Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París og fastafulltrúi gagnvart OECD situr fundinn fyrir Íslands hönd.

Venju samkvæmt gaf OECD út efnahagsskýrslu sína, OECD Economic Outlook fyrir ráðherrafundinn og voru helstu niðurstöður skýrslunnar kynntar af Mathias Cormann, framkvæmdastjóra OECD og Claire Lombardelli, aðalhagfræðingi stofnunarinnar, en þar kom m.a. fram að:

  • Hagvöxtur er að aukast á meðan verðbólga lækkar
  • Mikill munur er þó á milli ríkja og geópólitísk áhætta mikil
  • Stefna í peningamálum er að jafna sig en þörf er á stífri efnahagsstefnu
  • Þörf er á kerfislegum breytingum, m.a. til að hámarka ávöxtun af tækniþróun.

Margt er á dagskrá fundarins og tekur Ísland þátt í samræðum ráðherra um ýmis málefni þar sem reynslu Íslands er deilt, t.a.m. um:

  • Tækifæri og ógnanir í heimi geysihraðrar þróunar gervigreindar
  • Sameiginlegar áskoranir í átt að efnahagslegri og samfélagslegri sjálfbærni
  • Aðhald í ríkisfjármálum nú þegar kominn er slaki á peningastefnuna
  • Leiðir til sjálfbærs hagvaxtar á tímum fjölbreyttra áskorana (t.d. hvernig taka má á loftslagsvánni á sjálfbæran hátt).

Við opnun ráðherrafundarins fengu Argentína og Indónesía formlega úthlutað vegvísi að OECD aðild og eru þar af leiðandi að stíga sín fyrstu skref að aðild að stofnuninni en reynslan hefur sýnt að leiðin getur verið löng og ströng og gera má ráð fyrir að einhver ár munu líða áður en að ríkin tvö ná takmarki sínu.

Með Fumio Kishida,forsætisráðherra Japans í fararbroddi japönsku sendinefndarinnar var haldið uppá 60 ára OECD aðildarafmæli Japans en það var fyrst asískra ríkja til þess að gerast aðildarríki OECD. Eins var haldið upp á 10 ára afmæli svæðasamstarfs OECD við Suð-austur Asíu (SEARP).

Á hliðarlínum fundarins fundaði Unnur Orradóttir Ramette með ráðherrum utanríkisviðskipta Nýja Sjálands, Costa Rica og Sviss og sendiherra Noregs um ACCTS, samning um loftlagsbreytingar, viðskipti og sjálfbæra þróun milli ríkjanna. Einar Gunnarsson sendiherra Íslands í Genf og fastafulltrúi gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) sat óformlegan kvöldverð ráðherra OECD ríkja gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni hér í París.

  • Ráðherrafundur OECD haldinn í París - mynd úr myndasafni númer 1
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París og fastafulltrúi gagnvart OECD situr fundinn fyrir Íslands hönd - mynd
  • Ráðherrafundur OECD haldinn í París - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum